Auglýsing

Sérsveitin með skotheld vesti og hjálma í Reykjanesbæ: Lokuðu íbúðagötu vegna hótana

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út rétt fyrir miðnætti í gær vegna  manns sem hafði uppi hótanir. Ekki er vitað hverjum hótanirnar beindust gegn samkvæmt tilkynningu sem lögreglan á Suðurnesjum fékk var talið að hann væri hugsanlega vopnaður.

Mikill viðbúnaður var í Reykjanesbæ í gær vegna málsins en þar hafði íbúðagötu verið lokað í báða enda og mátti sjá sérsveitarmenn gráa fyrir járnum að störfum þar.

DV greindi frá þessu fyrst en þar kemur fram að vinna á vettvangi hafi gengið vel og að maðurinn hafi verið handtekinn eftir aðgerðir sérsveitarinnar sem lauk um klukkan 01:30 í nótt. Töluverður fjöldi viðbragðsaðila var á staðnum og vakti það athygli íbúa í umræddri götu þar sem aðgerðirnar fóru fram að sjúkraflutningamenn biðu átekta á öruggum stað á meðan sérsveitarmennirnir tryggðu vettvanginn.

Ekki fengust upplýsingar um það hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvort að maðurinn hafi verið vopnaður eða hvers kyns hótanir hann hafði uppi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing