Lögreglan í Kaliforníu í Bandaríkjunum rannsakar nú stúlku sem á að hafa látið líkamsleifar afa síns í smákökur og gefið bekkjarfélögum að borða. Það er Sky News sem greinir frá þessu.
Samkvæmt frétt Sky er talið að allt að níu nemendur hafi smakkað kökurnar en engum varð meint af. Þó kemur fram að nokkrum hafi liðið illa andlega eftir að upp komst um málið.
Einn þeirra sem smakkaði kökurnar, Andy Knox, segist í samtali við sjónvarpsstöðina KCRA ekki hafa trúað sínum eigin eyrum. „Hún sagði að það væri sérstakt innihaldsefni í kökunum. Ég varð mjög skelkaður,“ sagði Andy.
Að sögn lögreglunnar á svæðinu er ólíklegt að stúkan verði kærð fyrir atvikið, heldur verður tekið á málinu innan veggja skólans.