Bandaríski danstónlistarmaðurinn Skrillex kom fram á Sónar Reykjavík í Hörpu um helgina. Tónleikarnir þóttu vel heppnaðir og hann skemmti sér vel hér á landi.
Svo vel að hann framlengdi dvölina hér á landi en einkaþota beið hans, þannig að heimatökin voru hæg.
1. Fór í partí til Loga Pedro
Hann var með rólegri mönnum í partíinu, slakaði á uppi í sófa og stýrði tónlistinni á með hjálp Youtube.
2. Fór í eftirpartí á Kaffibarnum á sunnudaginn
3. Hitti vini sína í Diktu
Skrillex hitti Diktu fyrst árið 2007 þegar hann kom hingað til lands ásamt upptökustjóranum Ross Robinson. Myndin er af Facebook-síðu Diktu.
4. Hélt eftirpartí á hótelherberginu sínu
Við eigum engar upplýsingar um það en við vitum að það átti sér stað.
5. Gekk til liðs við gengi
Joined a gang in #ICELAND pic.twitter.com/gJVNtDP5FR
— Skrillex (@Skrillex) February 17, 2015
6. Hoppaði hæð sína í loft af söknuði þegar hann þurfi að fara
Svona kvaddi hann á Twitter.