Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe-verðlaunin nú í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything eftir James March. En hver er maðurinn? Nútíminn tók saman nokkra punkta um þennan fyrsta íslenska Golden Globe verðlaunahafa.
Jóhann Jóhannsson er fæddur í Reykjavík árið 1969. Englabörn, fyrsta platan hans, kom út árið 2002. Hann nýtur mikillar virðingar í tónlistarbransanum og hérna er alvarleg mynd af honum:
Jóhann samdi tónlistina í kvikmyndinni Dís sem kom út árið 2004. Silja Hauksdóttir leikstýrði myndinni en hún leikstýrði einnig áramótaskaupinu á síðasta ári.
Jóhann var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet sem var stofnuð árið 1999. Hljómsveitin hefur gefið út tvær velheppnaðar plötur. Sú fyrsta var samnefnd hljómsveitinni og kom út árið 1999. Árið 2010 kom svo út Polýfónía. Hér kemur Apparatið fram í Kastljósinu árið 2007.
Í hljómsveitinni er í dag Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson, Úlfur Eldjárn (já, bróðir Ara) og Arnar Geir Ómarsson, trommari HAM. Þetta er HAM (þið vitið það alveg. Við vildum bara setja lag með HAM í þessa færslu. Svo var Jóhann líka einu sinni í HAM):
Lagið The Sun’s Gone Dim And The Sky’s Turned Black eftir Jóhann vakti mikla athygli þegar það var notað í stiklunni fyrir kvikmyndina Battle Los Angeles árið 2011.
Hann samdi líka tónlistina í kvikmyndinni Prisoners sem var frumsýnd í fyrra. Myndin er stórkostleg og tónlistin hans Jóhanns líka. Með aðalhlutverk fara Hugh Jackman, Jake Gyllenhall, Viola Davis og Maria Bello.
Leynilöggan heldur áfram landvinningum sínum erlendis og um helgina var hún valin Besta fyrsta mynd leikstjóra (Best Feature Film Debut) á Kvikmyndahátíðinni í Lübeck...
Kvikmyndin BIRTA fékk verðlaun á KIKIFe einni stærstu barnakvikmyndahátíð í suður Þýskalandi. Hátíðin hefur í sinni 30 ára sögu skipað sér stóran sess í...
Kristín Erla Pétursdóttir 12 ára aðalleikkona í kvikmyndinni Birtu eftir Braga Þór Hinriksson var valin besta leikkonan í hópi ungmenna þvert á aldursflokka frá...
Þorsteinn V. Einarsson, gjarnan kenndur við Karlmennskuna, hefur hafið störf á nýjum vettvangi en hann kennir nú kynjafræði við Menntaskólann í Kópavogi.
Þetta staðfesti Þorsteinn...
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hóf embættistíð sína með því að skrifa undir fjölda forsetatilskipana (executive orders) og aðgerða sem marka stefnubreytingu frá fyrri...
Haukur Ægir Hauksson afplánar nú fimm ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni vegna Sólheimajökulsmálsins svokallaða en hann ræddi við Frosta Logason í þættinum 'Spjallið með Frosta'...
Joe Biden, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, veitti á mánudag fyrirbyggjandi náðanir til fjölda opinberra starfsmanna.
Þeirra á meðal eru Mark Milley, fyrrverandi formanni herforingjaráðsins, Dr. Anthony...
Eftir pólitískar deilur hefur TikTok banninu, sem var í gildi í Bandaríkjunum, verið aflétt.
Bannið stóð í rúman sólarhring, hafði áhrif á yfir 170 milljónir...
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur í samvinnu við samtökin Nordic Safe Cities hlotið styrk úr norræna LGBTI-sjóðnum hjá...
Rúta með 20 farþegum innanborðs, valt á Hellisheiði rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Allir farþegar voru erlendir ferðamenn en allir sluppu ómeiddir. Hópslysaáætlun...