Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson fékk Golden Globe-verðlaunin nú í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything eftir James March. En hver er maðurinn? Nútíminn tók saman nokkra punkta um þennan fyrsta íslenska Golden Globe verðlaunahafa.
Jóhann Jóhannsson er fæddur í Reykjavík árið 1969. Englabörn, fyrsta platan hans, kom út árið 2002. Hann nýtur mikillar virðingar í tónlistarbransanum og hérna er alvarleg mynd af honum:
Jóhann samdi tónlistina í kvikmyndinni Dís sem kom út árið 2004. Silja Hauksdóttir leikstýrði myndinni en hún leikstýrði einnig áramótaskaupinu á síðasta ári.
Jóhann var í hljómsveitinni Apparat Organ Quartet sem var stofnuð árið 1999. Hljómsveitin hefur gefið út tvær velheppnaðar plötur. Sú fyrsta var samnefnd hljómsveitinni og kom út árið 1999. Árið 2010 kom svo út Polýfónía. Hér kemur Apparatið fram í Kastljósinu árið 2007.
Í hljómsveitinni er í dag Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson, Úlfur Eldjárn (já, bróðir Ara) og Arnar Geir Ómarsson, trommari HAM. Þetta er HAM (þið vitið það alveg. Við vildum bara setja lag með HAM í þessa færslu. Svo var Jóhann líka einu sinni í HAM):
Lagið The Sun’s Gone Dim And The Sky’s Turned Black eftir Jóhann vakti mikla athygli þegar það var notað í stiklunni fyrir kvikmyndina Battle Los Angeles árið 2011.
Hann samdi líka tónlistina í kvikmyndinni Prisoners sem var frumsýnd í fyrra. Myndin er stórkostleg og tónlistin hans Jóhanns líka. Með aðalhlutverk fara Hugh Jackman, Jake Gyllenhall, Viola Davis og Maria Bello.
Leynilöggan heldur áfram landvinningum sínum erlendis og um helgina var hún valin Besta fyrsta mynd leikstjóra (Best Feature Film Debut) á Kvikmyndahátíðinni í Lübeck...
Kvikmyndin BIRTA fékk verðlaun á KIKIFe einni stærstu barnakvikmyndahátíð í suður Þýskalandi. Hátíðin hefur í sinni 30 ára sögu skipað sér stóran sess í...
Kristín Erla Pétursdóttir 12 ára aðalleikkona í kvikmyndinni Birtu eftir Braga Þór Hinriksson var valin besta leikkonan í hópi ungmenna þvert á aldursflokka frá...
Rússa sendu 267 dróna með sprengiefni á Úkraínu á laugardagskvöld, samkvæmt úkraínska flughernum. Þetta er stærsta drónaárásin sem hefur verið gerð í þessu stríði,...
Karlmaður frá Alsír var handtekinn í frönsku borginni Mulhouse, grunaður um alvarlega hnífaárás í dag.
Maðurinn sem er 37 ára gamall réðist að fólki í...
Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur óskaðu nýjum meirihluta Reykjavíkurborgar til hamingju á facbooksíðu sinni. Þar nefnir hann að "Það er mikilvægt að koma...
Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, setti nýlega fram harða gagnrýni á lögfræðinginn Ingunni Agnesi Kro og framgöngu hennar á meðan MeToo...
Bandaríska eftirlitsnefndin (House Oversight Committee) segist hafa upplýst að 241 milljónir dollara af skattfé bandarískra borgara hafi farið í rannsóknir á „kynleiðréttandi“ skurðaðgerðum á...
Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson hefur svarað gagnrýni frá sálfræðingnum Huldu Tölgyes og kynjafræðingnum Þorsteini V. Einarssyni, sem gagnrýndu ummæli hans harðlega.
Í harðorðum pistli kölluðu Hulda...
Fyrrverandi forseti spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, hefur verið fundinn sekur um kynferðislega áreitni eftir að hafa kysst knattspyrnukonuna Jenni Hermoso án samþykkis eftir úrslitaleik...
Fjörug umræða um framtíð Reykjavíkurflugvallar myndaðist í Silfrinu sunnudag, þar sem meðal annars kom fram umdeild túlkun á sjúkraflugi og samningum ríkis og borgar.
Þorvaldur...
Lögreglan á Suðurlandi hefur þessa vikuna lagt sérstaka áherslu á að kanna rekstrarleyfi þeirra sem stunda fólksflutninga í atvinnuskyni og réttindi þeirra ökumanna sem...