Auglýsing

Sex klikkaðar afhjúpanir í nýrri heimildarmynd um Vísindakirkjuna

Áhorfendur á Sundance kvikmyndahátíðinni risu úr sætum sínum og klöppuðu eftir frumsýningu heimildarmyndarinnar Going Clear, eftir Alex Gibney, á sunnudagskvöld.

Myndin er byggð samnefndri metsölubók eftir Lawrence Wright og afhjúpar ýmislegt misjafnt sem hefur fengið að viðgangast innan Vísindakirkjunnar.

160 lögfræðingar sjónvarpsstöðvarinnar HBO, sem framleiddi myndina, fóru yfir hana áður en hún var frumsýnd til að ganga úr skugga um að efni hennar myndi halda vatni fyrir rétti.

Vefurinn Business Insider tók saman sex klikkaðar staðreyndir um myndina.

 

Vísindakirkjan keypti heilsíðuauglýsingu í New York Times til að svara ásökunum sem komu fram í myndinni

1. Vísindakirkjan varð til þess að Tom Cruise og Nicole Kidman skildu

nicole-kidman_Tom-cruise

Marty Rathbun var eitt sinn hátt settur innan Vísindakirkjunnar. Í myndinni segir hann að David Miscavige, æðstiprestur kirkjunnar, hafi hrint af stað herferð til að fá Cruise og Kidman til að skilja vegna þess að pabbi hennar er sálfræðingur. Hún þótti því líkleg til að vera til vandræða. Þá kemur fram í myndinni að Vísindakirkjan hafi snúið börnum hjónanna gegn henni.

2. John Travolta er í Vísindakirkjunni vegna þess að hún veit of mikið um hann og hefur hótað að gera upplýsingarnar opinberar

giphy (7)

Hluti af því að vera í Vísindakirkjunni er að taka upp játningar þar sem viðkomandi segir frá dýpstu leyndarmálum sínum. Vísindakirkjan á víst heilu fjöllin af upptökum þar sem Travolta játar hluti sem hann vill ekki að fólk viti. Þess vegna er hann meðlimur.

3. Kirkjan beitir meðlimi sína líkamlegu ofbeldi og hótar og áreitir þá sem gefa trúna upp á bátinn

Fyrrverandi meðlimir hafa sagt frá þessu.

4. Föt voru keypt handa leikkonunni Nazanin Boniadi og hár hennar litað svo hún gæti þóst vera kærasta Tom Cruise

Screen Shot 2015-01-26 at 21.57.52

5. Meðlimir Vísindakirkjunnar eru 50 þúsund um allan heim

Meðlimirnir voru fleiri en 100 þúsund þegar mest var á tíunda áratugnum.

6. Í myndinni kemur fram að Vísindakirkjan hafi rakað til sín skattfrjálsum tekjum upp á meira en milljarð dala

money-gif

Í dómi Hollywood Reporter um myndina kemur fram að eignir kirkjunnar séu metnar á meira en þrjá milljarða dala.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing