Fótboltamaðurinn Gylfi Sigurðsson hefur verið seldur til Everton frá Swansea. Bæði lið spila í ensku úrvalsdeildinni og samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC er kaupverðið 45 milljónir punda, eða um 6,3 milljarðar króna.
Gylfi er því auðveldlega orðinn langdýrasti íslenski fótboltamaðurinn og er reyndar á meðal dýrustu fótboltamanna sögunnar.
6,3 milljarðar króna er dágóð upphæð. Gylfi styrkir lið Everton mjög mikið en hann var einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. En hvað hefði Everton getað keypt fyrir þessa upphæð, hefði stjórn félagsins ekki náð að semja við Swansea og hefði af einhverjum ástæðum ákveðið að eyða peningunum í annað en fótboltamenn? Nútíminn skoðaði málið.
2. Everton gæti boðið öllum tæplega 2 milljónum íbúum Lettlands í lúxussalinn í Smáralind. Það er verið að sýna Atomic Blonde með Charlize Theron. Vá, hvað það væri samt furðulegt.
3. Everton gæti keypt þrjá fíla í Costco handa öllum íbúum Seltjarnarness. Af hverju að eiga einn ef maður getur átt tvo? Og til hvers að eiga tvo ef maður getur átt þrjá? Einn inni í stofu, einn úti í garði og einn uppi í bústað. Þetta væri samt mjög undarleg fjárfesting.
4. Everton gæti líka keypt nýjan Volvo XC90 af flottustu gerð handa öllum nemendum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þau væru flott í Hvalfjarðargöngunum á nýju jeppunum sínum en ákvörðunin væri reyndar mjög skrýtin.
5. Keypt risapakka 365, Sjónvarp Símans og Netflix fyrir öll heimili á Íslandi og rústað þannig framlegð heillar þjóðar. Furðuleg ákvörðun hjá fótboltaliði á Englandi en áhugaverð tilraun engu að síður.
6. Keypt Everton búning; treyju, stuttbuxur, sokka og trefil handa öllum Íslendingum. Þannig gæti öll þjóðin staðið með Gylfa og orðið svokallaðir full kit wankers um leið. Fjárfestingin væri reyndar frekar góð fyrir Everton sem myndi vekja heimsathygli.
Það er kannski bara best að Everton keypti Gylfa, sem mun eflaust sýna svona takta í leikjum liðsins
Fótboltaland er nýr knattspyrnutengdur skemmtigarður sem mun opna á árinu 2022 á höfuðborgarsvæðinu og er hann fyrsti knattspyrnutengdi skemmtigarðurinn sem opnar á Íslandi.
Í Fótboltalandi...
Sjáðu hvað gerist bak við tjöldin þegar stóru liðin mætast í enska boltanum.
Fótboltaveislan heldur svo áfram yfir öll jólin og áramótin, svo það er...
Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa banað eldri hjónum á heimili þeirra í Neskaupstað í lok ágúst síðastliðins. Samkvæmt frétt RÚV.is er hann...
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölbreyttum verkefnum frá klukkan 17:00 í gær til klukkan 05:00 í morgun. Alls voru 35 mál skráð á tímabilinu, auk...
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið þrjá menn í hald vegna rannsóknar á alvarlegri líkamsárás sem átti sér stað í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt....
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í nótt vegna hnífaárásar á Kjalarnesi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ráðist að þremur einstaklingum. Þeir voru...
Tölvuþrjótar á samfélagsmiðlum drógu þúsundir manna í miðborg Birmingham með fölskum loforðum um "stórfenglega flugeldasýningu" á gamlárskvöld, sem aldrei átti sér stað.
Fjöldi fólks safnaðist...
Nýársnóttin er sannkölluð sprengihátíð á Íslandi, þar sem fjölskyldur og vinahópar safnast saman til að fagna nýju ári með því að skjóta upp flugeldum....
Veður um áramótin 2024-2025 verður kalt og yfirleitt rólegt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Snemma á gamlársdag verður norðaustanátt sunnanlands með snjókomu...
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem grunaður er um stórfellt fíkniefnalagabrot í lok september. Málið snýr að rannsókn...