Vísir greindi í gær frá því að íslenska fyrirtækið Taxi Service myndi senda frá sér app á næstu dögum sem býður upp á svipaða þjónustu og Uber.
Nokkrar íslenskar vörur eiga útlenska tvífara og Nútíminn tók saman nokkrar sem eru svo líkar að þær gætu veru systur.
1. Taxi Service og Uber
Appið er reyndar ekki komið út en samkvæmt skjáskotunum sem birtust með frétt Vísis eru öppin tvö ansi svipuð í útliti, ásamt því að bjóða bæði upp á leigubílaþjónustu.
2. Metro og McDonalds
Þegar McDonalds yfirgaf landið var rekstri staðanna haldið áfram undir merkjum Metro. Þó að Metro bjóði upp á ýmislegt annað en McDonalds þá verðura að segjast að vöruframboðið er ansi svipað og meira að segja kynningarmyndirnar af vissum hamborgurum er nánast nákvæmlega eins.
3. Te & kaffi og Starbucks
Starbucks hefur aldrei séð ástæðu til að opna á Íslandi. Það er kannski vegna þess að hér á landi eru prýðileg kaffihús og bjóða sumar upp á svipaða drykki og alþjóðlegi kaffirisinn.
4. „Netflix-þjónusta“ D3 og Netflix
Þessi þjónusta er reyndar ekki farin í loftið og við vitum ekki hvar hún stendur. D3, dótturfyrirtæki Senu, ætlaði hins vegar að opna þjónustu svipaða og Netflix, eins og Viðskiptablaðið greindi frá.
5. Fílakúlur og „Fílakaramellur“
Við þekkjum öll fílakaramellurnar sem heita alls ekki fílakaramellur. Enginn veit hvenær Íslendingar hófu að kalla þessar gómsætu karamellur þessu nafni en margir muna eftir að rífa upp poka úr fríhöfninni og klára allt of margar í einu. Góa hóf fyrir ekki svo löngu framleiðslu á Fílakúlum og þær eru ekki ósvipaðar og fílakaramellur.
6. Prins og Prince Polo
Meira frá Góu. Þetta kóngafólk er allt eins.