Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokssins, greiddi í dag 1500 krónur fyrir dagatal af rangeygðu stjórnmálafólki. Sigmundur var síðasti stjórnmálamaðurinn til þess að greiða fyrir sitt dagatal en Erlingur Sigvaldason, hönnuður dagatalanna var orðinn áhyggjufullur.
Erlingur greindi frá því á Twitter að Sigmundur skuldaði honum enn 1500 krónur en eintökin voru afhent í desember og Sigmundur hafði ekki enn borgað fyrir sitt. Það reddaðist fljótlega eftir að málið komst í fréttirnar en Erlingur greindi frá því á Twitter áðan að aðstoðarmaður Sigmundar hefði borgað honum í dag.
Allt er gott sem endar vel.
Uppfært:
Aðstoðarmaður Sigmundar var að borga rétt í þessu. Sigmundur hverfur því af skuldalistanum mínum.— Erlingur Sigvaldason (@ellivithit) January 7, 2019