Auglýsing

Sigmundur Davíð ætlar að ferðast um landið: „Framundan eru spennandi tímar“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, ætlar í langþráð frí með eiginkonu sinni og dóttur. Þetta kemur fram á Eyjunni. Sigmundur Davíð lét af embætti forsætisráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag.

„Ég ætla nú í langþráð frí með konunni minni yndislegu og dóttur okkar og finna gleðina í vorinu og sumrinu sem er á næsta leiti,“ segir hann á Eyjunni.

Síðar ætla ég að ferðast um landið, tala við fólk og leggja línurnar með því. Ég er óhræddur við það, því framundan eru spennandi tímar.

Sigmundur Davíð segist í samtali við Eyjuna finna fyrir „ákveðnum feginleika“. „[Ég] óska nýjum forsætisráðherra allra heilla, hann er traustur og góður maður sem tekur við embætti við erfiðar aðstæður,“ segir hann.

„Mér þykir vitaskuld miður að þannig fór, en lít samt mjög stoltur yfir þau verk sem áunnist hafa. Ég er jafnframt þakklátur íslensku þjóðinni fyrir þau tækifæri sem mér hafa gefist til að berjast fyrir hagsmunum Íslands, en sagan mun dæma þau verk afskaplega vel. Nú vilja allir skrifa söguna eftir sínu höfði, en hið sanna mun allt koma í ljós og það er aðalatriðið.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing