Auglýsing

Sigmundur segir að stjórnmálaflokkar verði að geta rætt viðkvæm mál líkt og innflytjendamál

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að hefðbundnir stjórnmálaflokkar þurfi að rifja upp hlutverk sitt. Þeir þurfi að geta rætt mál sem almenningur lætur sig varða, þurfa að bjóða upp á lausnir á því hvernig hægt sé að laga gallað fjármálakerfi og þurfa að þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál.

Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigmundar í Morgunblaðinu í dag en tilefni skrifanna er kosninga Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Kjarninn fjallaði fyrst um málið.

Sigmundur segir gagnslaust að ætla að skýra niðurstöður kosninganna með því að Bandaríkin séu full af heimsku fólki, byssuóðum rasistum og einangrunarsinnum.

„Augljóslega er ég ekki einn um að hafa efasemdir um framgöngu Donalds Trump en mikilvægt er að átta sig á því að það er gagnslaust að ætla að skýra niðurstöðu forsetakosninganna með því að Bandaríkin séu full af heimsku fólki, byssuóðum rasistum og einangrunarsinnum. Það eru Bandaríkjamenn almennt ekki, hvorki kjósendur Demókrata né Repúblikana. Langflestir sem kusu Trump gerðu það ekki vegna, heldur þrátt fyrir, framgöngu hans og talsmáta. Kjósendur Trumps töldu hann einu vonina um að hrist yrði upp í kerfi sem er hætt að virka sem skyldi fyrir almenning,“ skrifar Sigmundur.

Hann segir stjórnmálamenn á Vesturlöndum marga orðna of meðvirka, of líka innbyrðis og of einsleita í nálgun sinni.

„Sú sögulega breyting sem við verðum nú vitni að kom ekki til að ástæðulausu. Stjórnmálamenn á Vesturlöndum eru margir orðnir of meðvirkir með þróuninni, of líkir innbyrðis og of einsleitir í nálgun sinni. Óskrifaðar rétthugsunarreglur voru orðnar allsráðandi um það með hvaða hætti stjórnmálamenn ættu að haga sér og tjá sig. Hægt var að gefa sér fyrirfram hverju stjórnmálamenn myndu svara nánast hvaða spurningu sem þeir voru spurðir, hvort sem þeir skilgreindu sig til vinstri eða hægri,“ skrifar hann einnig.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing