Auglýsing

Sigmundur segist ekki hafa óskað eftir umboði til að rjúfa þing á fundinum með Ólafi Ragnari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bar ekki upp formlega tillögu um þingrof á fundi hans með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef forsætisráðuneytisins.

Ólafur Ragnar tilkynnti fjölmiðlum eftir fundinn að Sigmundur Davíð hafi óskað eftir umboði til að rjúfa þing en sagðist hafa hafnað þeirri beiðni.

„Á fundinum upplýsti forsætisráðherra forseta um stöðu mála í stjórnmálum hér á landi og greindi jafnframt frá áformum sínum um að leggja til við forseta að þing yrði rofið og boðað yrði til almennra alþingiskosninga ef í ljós kæmi að meirihluta stuðningur við ríkisstjórnina væri brostinn,“ segir í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins.

Formleg tillaga um þingrof var hvorki borin upp á fundinum né kynnt forseta eins og skilja mátti af ummælum forseta Íslands að fundi loknum. Forsætisráðherra tjáði forseta að hann hyggðist bera þingrofstillögu formlega upp við forseta ef niðurstaða um framangreint lægi fyrir.

Guðnu Th. Jóhannesson sagnfræðingur furðaði sig á málinu í útsendingu RÚV, sem hefur staðið yfir frá því í hádeginu í dag. „Hljómar eins og mesti misskilningur íslenskrar stjórnmálasögu,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing