Auglýsing

Sigríður Andersen vill leyfa bingó og happdrætti á helgidögum

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra hefur lagt fram til kynningar frumvarp um breytingar á lögum um helgidagafrið. Ef frumvarpið verður að lögum mun bann við skemmtanahaldi, sýningum, happdrætti og bingói verða fellt úr lögum. Það er Fréttablaðið sem greinir frá þessu.

Öll bönn sem nú eru í gildi í lögum um helgidagafrið verða afnumin. Áfram verður þó bannað að trufla guðsþjónustu og annað helgihald.

Sigríður segir frumvarpið vera í samræmi við þá þróun sem hefur verið í samfélaginu. Ég tel þessar breytingar vera í samræmi við kröfur þjóðfélagsins og atvinnulífsins og þannig að menn geti um frjálst höfuð strokið yfir hátíðisdaga,“ segir Sigríður í samtali við Fréttablaðið.

Frestur til að veita umsögn um frumvarpsdrögin rennur út 6. nóvember.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing