Auglýsing

Sigur Íslands á Englandi í þætti Colbert: „Versta sem hefur komið fyrir England í fjóra daga“

Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert fór yfir sigur Íslands á Englandi í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni CBS í gær. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

„Þetta er það versta sem hefur komið fyrir England í fjóra daga,“ sagði hann. Hann sagði Bandaríkjamönnum frá tryllingi Gumma Ben þegar Ísland vann Austurríki á dögunum og stóðst ekki mátið að tala meira um okkar mann í þættinum í gær.

Sjá einnig: Tryllingur Gumma Ben í spjallþætti Stephen Colbert, sjáðu myndbandið

Colbert sýndi lokamínútur leiksins og leyfði lýsingu Gumma að fylgja með.  „Ég vil fullvissa áhorfendur mína um að hönd hans er ekki föst í ruslkvörn,“ sagði Colbert.

Og hann er ekki heldur að láta lífið í einhverju hræðilegu Game of Thrones-atriði. Hann er bara spenntur.“

Colbert benti á umfjöllun þar sem kom fram að stór hluti þjóðarinnar hafi verið á leiknum. „Ísland er svo yfirgefið núna að það lítur út eins og Ísland,“ grínaðist hann.

Horfðu á innslagið hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing