Sigur Rós setti í morgun nýja útgáfu af laginu Hoppípolla á Youtube. Lagið var endurunnið fyrir náttúrulífsþætti Davids Attenborough, Planet Earth II. Gamla útgáfan hljómaði í fyrstu þáttaröðinni sem kom út fyrir tíu árum.
Lagið kemur bæði fram í stiklu þáttaraðarinnar og í þáttunum sjálfum. Sýningar á þáttunum hefjast um mánaðarmótin mars/apríl á RÚV.
Stiklan fyrir Planet Earth II með endurunni útgáfu af Hoppípolla
Hoppípolla, sem er eitt af vinsælustu lögum Sigur Rósar, hefur marg oft verið notað í auglýsingum og stiklum síðan það kom út fyrir rúmum tíu árum. Hér fyrir neðan má þó heyra nýju endurunnu útgáfuna af laginu.