Auglýsing

Sigurður Ingi borðar kvöldverð með Barack og Michelle Obama í Hvíta húsinu

Ein fyrsta opinbera heimsókn Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra í embætti verður til Washington um miðjan maí þar sem hann hittir Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Sjá einnig: Augnablik kvöldsins var þegar Höskuldur tilkynnti óvart um breytingarnar

Sigurður Ingi verður fulltrúi Íslands á fundi í Hvíta húsinu ásamt leiðtogum allra fimm Norðurlanda. Samkvæmt RÚV var greint frá því fyrr í þessum mánuði að Obama hafi boðið til fundarins en til stendur að ræða hryðjuverk, öfgar, flóttamannavandann í Evrópu og Norðurslóðir.

Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu í dag að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum.

Sigurði verður svo boði til kvöldverðar með Obama og eiginkonu hans, Michelle Obama og hinum forsætisráðherrunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing