Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið kjörinn formaður Framsóknarflokksins. Hann hefur verið forsætisráðherra í um hálft ár en hann tók við af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.
Flokksþing flokksins fer fram um helgina. Kosið verður um embætti formanns, varaformanns, ritara og í laga- og siðanefnd.
Sigurður Ingi hlaut 370 atkvæði, eða 52,63% atkvæða.
Sigmundur Davíð hlaut 329 atkvæði.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir hlaut 3 atkvæði.
703 greiddu atkvæði.
Sigurður Ingi bað viðstadda um að standa upp og klappa fyrir Sigmundi Davíð í ræðu sinni sem hann flutti eftir að úrslit lágu fyrir. Þá bað hann viðstadda einnig um að taka í hönd þeirra sem næstir þeim voru.