Auglýsing

Sigurður sviptur fálkaorðunni, var á meðal helstu samstarfsmanna Ólafs

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands og stór­meist­ari ís­lensku fálka­orðunn­ar, hef­ur svipt Sig­urð Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formann Kaupþings, rétti til þess að bera fálka­orðuna, sem for­set­inn sæmdi Sig­urð hinn 1. janú­ar 2007. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Sigurður var á meðal helstu samstarfsmanna Ólafs í góðærinu.

Sig­urður var sæmd­ur ridd­ara­krossi fálka­orðunn­ar „fyr­ir for­ystu í út­rás ís­lenskr­ar fjár­mála­starf­semi“ eins og seg­ir í um­sögn á vef Stjórn­artíðinda. Hann hlaut fjög­urra ára fang­els­is­dóm í fe­brú­ar og afplán­ar nú á Kvía­bryggju.

Guðni Ágústs­son, formaður orðunefnd­ar, lét hafa eftir sér í fe­brú­a að orðunefnd væri skylt að fara yfir mál Sig­urðar. Hann segist í Morgunblaðinu telja að ákvörðunin sé endanleg.

Ég tel að þetta þýði það að Sig­urður hafi end­an­lega verið svipt­ur orðunni og geti ekki borið hana á ný.

RÚV greinir frá því að Ólafur Ragnar ætli ekki að tjá sig um þessa ákvörðun.

Sigurður og Ólafur áttu mikið samstarf á árum áður, samkvæmt bókinni Saga af forseta, eftir Guðjón Friðriksson. Þar kom fram að Ólafur Ragnar hafi unnið með Sigurði að mörgum málum frá árinu 2000, bæði í þágu bankans og annarra málefna. „Má telja Sigurð meðal helstu samstarfsmanna forsetans á síðari árum,“ segir í bókinni.

Rætt er við Sigurð í bókinni sem sagði meðal annars: „Ólafur Ragnar sýndi okkur gríðarlegan stuðning sem við mátum mjög mikils.“

Þá er lýst því þegar Kaupþingsmenn sneru sér því til Ólafs Ragnars vorið 2004 þegar tveir stjórnendur Singer & Friedlander komu til Íslands til viðræðna.

„Að beiðni Sigurðar Einarssonar og þeirra Kaupþingsmanna bauð forseti Íslands hinum virðulegu, erlendu bankamönnum og Kaupþingsmönnum til langs hádegisverðar á Bessastöðum. Þar var Ólafur Ragnar sá sem hélt fram ágæti Kaupþingsmanna því ekki gátu þeir farið að hrósa sjálfum sér.

Forsetinn tíundaði hvers vegna Bretarnir ættu að ganga til viðræðna við Íslendinga og hvaða möguleika það hefði í för með sér fyrir þá. Þeir Selway-Swift og Shearer munu við svo búið hafa látið sannfærast um að óhætt væri að hefja viðræður við Kaupþingsmenn og mun hádegisverðurinn á Bessastöðum hafa skipt verulegu máli.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing