Auglýsing

Silvía Svíadrottning grenjaði úr hlátri á meðan Ari Eldjárn grínaði fyrir konungsfjölskylduna

Grínistinn Ari Eldjárn sló í gegn í veislu sem hjónin Guðni Th. Jóhannesson og Elíza Reid héldu í Moderna muséet, nútímalistasafninu á Skreppsholmen í Stokkhólmi á fimmtudaginn í síðustu viku. Heimildir Nútímans herma að Silvia Renate Sommerlath Svíadrottning hafi hreinlega grenjað úr hlátri.

Guðni og Eliza voru í opinberri heimsókn í Svíþjóð í vikunni. Ari Eldjárn sagði í þættinum Sirkus Jóns Gnarr á Rás 2 í dag að það hafi verið ævintýri og mikil upplifun að flytja uppistand fyrir sænsku konungsfjölskylduna og hirð hennar.

Sjá einnig: Ari Eldjárn grillar Hugleik með harmrænni sögu úr fortíðinni: „Við vorum níu ára!“

„Uppistand ku vera nýlunda í svona opinberri heimsókn,“ segir Ari í spjallinu við Jón Gnarr.

Mér fannst þetta alveg lógískt. Það þarf að hafa eitthvað svona hressandi.

Í umfjöllun Vísis um veisluna kemur fram að Ari hafi stolið senunni. „Óhætt er að segja að Ari hafi vakið mikla lukku og sagði fulltrúi sænsku konungshallarinnar meðal annars að Íslendingar hefðu lagt nýjar línur í svona veislum með því að vera með uppistand,“ segir þar.

Ari sagðist í þætti Jóns Gnarr hafa kunnað ákaflega vel við sig í veislunni. „Maður hefur oft skemmt íslendingum í útlöndum. Það skemmtu sér allir konunglega,“ sagði hann og bætti við að Guðni hafi einnig verið mjög fyndinn. „Svo var ræðan hans Guðna svo góð. Hann fékk mikinn hlátur.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing