Auglýsing

Simpsons-maraþon rústaði áhorfsmetum

Sýningar hófust á þáttunum um Simpsons-fjölskylduna á sjónvarpsstöðinni FXX í síðasta mánuði. Af því tilefni var haldið sérstakt Simpsons-maraþon þar sem allir 552 þættirnir voru sýndir í röð. Maraþonið lagðist vel í aðdáendur þáttanna og áhorfsmet stöðvarinnar hrundu á meðan á því stóð.

Áður en maraþonið hófst var FXX, sem er aðeins ársgömul sjónvarpsstöð, í 49. sæti á meðal kapalssjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum hjá hinum eftirsótta 18 til 45 ára aldurshópi. Simpsons-maraþonið kom stöðinni í þriðja sæti listans á meðan aðdáendur fór hreinlega á Simpsons fyllerí. Er þetta þrisvar sinnum betri árangur en forsvarsmenn stöðvarinnar reiknuðu með.

Stöðin er ekki hætt því í haust sýnir hún 24 klukkutíma í hverri viku og þar með talið sex klukkutíma í röð á mánudögum og föstudögum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing