Auglýsing

Sindri hefur fengið hótanir vegna Fóstur­barna: „Skil vel að margt fólk sé ekki ánægt“

Sindri Sindrason fjölmiðlamaður, hefur margoft fengið símtöl og skilaboð frá aðilum tengdum þeim málum sem hann hefur fjallað um í þáttum sínum Fósturbörn. Sindri greindi frá þessu í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.

Þættir Sindra, Fósturbörn, hafa notið mikilla vinsælda en þar kafar hann í málefni fólks sem hefur átt í nánum samskiptum við barnaverndar- og fósturkerfið hér á landi. „Ég er búinn að fá fjölmörg símtöl frá fólki sem er ekki glatt,“ sagði Sindri í samtali við Reykjavík síðdegis. Þar kom einnig fram að honum hefði verið hótað.

Sindri hefur skilning með þeim sem eru ósáttir við þáttinn en hann segir markmiðið ekki vera að særa neinn. „Ég skil það vel að margt fólk sé ekki ánægt með það sem kemur þarna fram,“ segir Sindri í þættinum sem heyra má í heild sinni hér. Viðtalið við Sindra hefst eftir rétt rúmlega tvær klukkustundir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing