Auglýsing

Sjá eftir að hafa rænt pappamyndinni af Alfreð Finnboga: „Þetta var eitthvað stundarbrjálæði“

Stúlkurnar þrjár sem rændu pappamynd af Alfreð Finnbogasyni úr Gamla bíói á þriðjudag ætla að skila Alfreð. Þær höfðu samband við Gamla bíó eftir að Nútíminn fjallaði um málið og segjast sjá mikið eftir verknaðinum.

Sjá einnig: Þrjár stúlkur rændu pappamynd af Alfreð Finnbogasyni, öryggismyndavél náði upptöku af glæpnum

Í frétt Nútímans í morgun kom fram að öryggismyndavélar hafi náð upptöku af þjófunum sem reyndust vera þrjár ungar konur. Forsvarsmenn Gamla bíós skoruðu á þær að skila Alfreð, áður en leitað yrði annarra leiða til að hafa uppi á honum.

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri í Gamla bíói, segir í samtali við Nútímann að þær hafi haft samband og sjái mjög mikið eftir verknaðnum. „Þetta var eitthvað stundarbrjálæði sem greip þær þarna á þriðjudaginn,“ segir hún.

Þær ætla að skila Alfreð og segja að hann ætti að vera í fullkomnu lagi, enda búinn að vera í góðu yfirlæti í íbúð í miðbænum.

Nokkrir landsliðsmenn í fullri stærð voru prentaðir út fyrir EM höllina í Gamla bíói og eru hugsaðir fyrir Instagram-leik þar sem gestir geta unnið ferð til Kaupmannahafnar, taki þeir sjálfu með sér og einum leikmanninum og merki myndina #EMgamlabio.

Alfreð verður því stillt upp á ný við hlið félaga sinna um leið og hann snýr aftur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing