Auglýsing

Sjáðu drungalegt myndband við lag rapparans látna XXXTentacion

Rapparinn umdeildi XXXTentacion, sem var skotinn til bana 18. júní síðastliðinn, var jarðaður í gær. Myndband við lagið hans „SAD!“ kom út í dag en því verður ekki lýst öðruvísi en drungalegu. Í myndbandinu sést rapparinn meðal annars ganga inn kirkjugólf upp að líkkistu sinni og berjast við sjálfan sig.

Sjá einnig: Umdeildi rapparinn XXXTentacion skotinn til bana aðeins tvítugur að aldri

Aðstandendur rapparans tilkynntu um útgáfu myndbandsins á Instagram-síðu hans í gær. Minningarathöfn fyrir rapparann var haldin í Sunrise í Flórídafylki í gær þar sem hundruðir aðdáenda vottuðu virðingu sína.

Lagið „SAD!“ var vinsælasta lag rapparans og eftir dauða hans skaust það á toppinn á öllum helstu vinsældarlistum vestanhafs. Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist í rúm 20 ár eða síðan árið 1997 þegar lag rapparns Notorious B.I.G.„Mo Money Mo Problems“ komst á toppinn eftir sviplegan dauða hans. Þetta bendir til gífurlegra vinsælda rapparans unga.

Sjá einnig: Handtekinn í tenglsum við morðið á rapparanum XXXTentacion

Lagið bætti einnig metið yfir mest streymda lag á einum degi á Spotify en því var streymt 10,4 milljón sinnum. Fyrra metið á lag Taylor Swift „Look What You Made Me Do“.

Tónlistarmyndband fyrir lagið SAD! kom út í dag og má sjá það hér

Minningarmyndband um rapparann var einnig gefið út í gær en það má sjá hér

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing