Körfuknattleikssamband Íslands og DHL Express á Íslandi undirrituðu í gær nýjan samstarfs- og styrktarsamning sem gerir DHL einum að aðalstyrktaraðilum körfuknattleiks á Íslandi næstu þrjú ára.
Hafþór Júlíus Hafþórsson, Steindi Jr. og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra tóku netta troðslukeppni í tilefni dagsins sem Illugi sigraði. Nútíminn kryddaði aðeins myndbandið af sigurtroðslu Illuga því fáum allt of sjaldan að sjá þingmenn troða.
Við þökkum vefnum Karfan.is og KKÍ fyrir myndbandsbrotin.