Risavaxinn borgarísjaki lónar rétt fyrir utan þorpið Innaarsuit á vesturströnd Grænlands og ógnar öryggi þorpsbúa en óttast er að ísjakinn brotni upp og valdi fljóðbylgju.
Um helgina færðist ísjakinn um hálfan kílómetra til norðurs frá þorpinu vegna mikils vinds og hástreymis og birti grænlenska fréttastofan magnað myndband af ferðum ísjakans í gær. Mbl greinir frá.
Búið er að hraða upptökunni svo myndbandið er aðeins hálf mínúta en sýnir ísjakann færast frá þorpinu
Í síðustu viku náði íbúi þorpsins Oline Nielsen myndband af því þegar stykki hrundi úr ísjakanum með tilheyrandi sjógangi við þorpið