Hollenski táknmálstúlkurinn Jessica De Waard hefur slegið í gegn fyrir stórskemmtilega útgáfu af Hatrið mun sigra, framlagi Íslands til Eurovision í ár.
Sjá einnig: Matthías í öðru sæti yfir heitustu karlkyns keppendur Eurovision í ár
Hatari tekur þátt í fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar næstkomandi þriðjudagskvöld. Komist hljómsveitin áfram mun Hatari stíga á svið á lokakvöldi keppninnar 18. maí.
Jessica fer vægast sagt á kostum í túlkun sinni á laginu í meðfylgjandi myndbandi, vert er að taka fram að flutningurinn er á hollensku táknmáli.