Bandaríkjamenn eru einstaklega góðir í átkeppnum og það sannaðist endanlega í gær þegar Joey „Jaws“ Chestnut varði meistaratitilinn í pylsuáti og setti ótrúlegt heimsmet. Chestnut torgaði 74 pylsum á 10 mínútum og bætti eigið met frá árinu 2016 um hálfa pylsu.
Þetta er í ellefta skiptið á tólf árum sem Joey vinnur Sinnepsbeltið í Nathan’s Famous International pylsuátkeppninni en hún er haldin árlega á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.
Sjá einnig: Reyndu að borða 10 pylsur á 10 mínútum
Joey er goðsögn í átkeppnisheiminum en þetta er hans eina vinna. Hann lifir á frægðinni sem átkeppnin gaf honum og er hann nú efstur á lista Major League Eating yfir mestu atvinnuátvöglin.
YOUR MEN’S TOP THREE!
1. Chestnut 74. New WR
2. Cincotti 63
3. Breeden 43— Major League Eating (@eatingcontest) July 4, 2018
ESPN benti á að Joey er nú komin með jafnmarga titla og margir af bestu íþróttamönnum allra tíma
World-record holder (74 hot dogs in 10 minutes) and among the elite. pic.twitter.com/S0JWdP5pSl
— ESPN (@espn) July 4, 2018
„Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þetta yrði fullt starf en þetta hefur verið það síðustu sjö ár. Ég ferðast nánast allar helgar á sumrin og á veturnar kem ég fram á viðburðum og tek þátt í nokkrum keppnum hér og þar,“ sagði Joey í viðtali við ESPN.
Það er engann bilbug að sjá á Joey en hann segir ávanabindandi að rústa svona átkeppninum og fá fólk til að brosa. Hann viðurkennir þó að maturinn fari ekkert alltof vel ofan í hann.
„Mér líður eins og sorpi eftir á en hvað með það? Flestum líður svoleiðis eftir langan dag í vinnunni.“
Sjáðu Joey setja heimsmetið hér að neðan