Youtube-notandinn Pale Beachbabe kíkti til Íslands í sumar ásamt móður sinni. Konan virtist skemmta sér konunglega hér á landi ef marka má myndband sem þau mæðgin birtu á Youtube í síðustu viku. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Í myndbandinu ferðast þau vítt og breytt um landið og í hvert skipti sem þau mæta á nýjar slóðir segir sú gamla: „This is Dope“ sem væri hægt að þýða sem: „Þetta er geggjað.“ Meðal staða sem þau heimsækja eru Jökulsárlón, Geysi, Seljalandsfoss og Kirkjufell.