Eins og við greindum frá í gær þurfti flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum að lenda á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu vélarinnar. Tom Podolec, blaðamaður frá Kanada, er mikill áhugamaður um flug og hann birti mynd af sprungunni á vélinni á Twitter síðu sinni í gær en eins og sjá má hér að neðan eru skemmdirnar töluverðar.
Kanadíski fréttamaðurinn Harrison Howe var þá um borð í vélinni og lýsti atburðarásinni í beinni á Twitter síðu sinni. Hann segir að hlutirnir hafi gerst hratt og þrátt fyrir að atburðarásin hafi verið ógnvekjandi hafi flugmennirnir verið frábærir.
Um 160 farþegar voru um borð í vélinni en þeir dvöldu á hóteli þar til ný vél frá Icelandair sótti þá og kom þeim til Íslands. Farþegarnir lentu á Íslandi í morgun. Icelandair sendi í leiðinni flugvirkja og varahluti til þess að gera við framrúðuna.
PHOTO SHATTERED WINDOW
Yesterday’s Icelandair #FI688 Orlando to Reykjavik suffered a broken windshield while at cruise altitude. Flight diverted to Bagotville. Passengers stayed in hotels overnight are now continuing their journey in a replacement aircraft.
Maxime Vibert-Ward pic.twitter.com/DRso2DbIu0— Tom Podolec Aviation (@TomPodolec) October 21, 2018