Auglýsing

Sjáðu myndbandið sem þingmaður Framsóknarflokksins gefur í skyn að sé falsað

Silja Dögg Gunnarsdóttir, hélt því fram í ræðustól Alþingis á dögunum að myndband, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sést lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið, sé tekið úr samhengi. Þetta kemur fram á Stundinni.

Umrætt myndband má sjá hér fyrir neðan.

Silja Dögg, þingmaður framsóknar, sagði í umræðum á Alþingi að orð séu tekin úr samhengi í myndbandinu, sem Lára Hanna Einarsdóttir klippti saman.

Ef háttvirtur þingmaður er að vitna í myndband sem hefur gengið um á netinu þá hefur mér það nú borist til eyrna að það hafi nú verið klippt eitthvað saman og falsað, þannig að ég hérna sel það ekki dýrara en ég keypti það, en þar séu orð tekin úr samhengi.

Þá sagðist Silja Dögg ekki hafa séð umrætt myndband.

Lára Hanna segir á Facebook-síðu sinni að myndbandið sé auðvitað klippt.

„Það er náttúrlega augljóst, enda efniviðurinn tekinn víða að. En falsað er það vitaskuld alls ekki og nákvæmlega ekkert tekið úr samhengi. Ekkert. Ekki nokkur skapaður hlutur,“ segir hún.

Hér er myndbandið sem Silja Dögg segir ekki gefa rétta mynd.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing