Auglýsing

Sjáðu nýja heimili Barack Obama, verður nágranni Geirs H. Haarde

Barack Obama og fjölskylda og Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, verða að öllum líkindum nágrannar snemma á næsta ári.

Fram kemur á Vísi að Barack Obama og fjölskylda yfirgefi Hvíta húsið í janúar og flytji inn í Kalorama-hverfið í Washington, sem er eitt dýrasta hverfi borgarinnar. Í þar næsta húsi frá líklegu heimili Obama-fjölskyldunnar búa Geir H. Haarde og Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona hans, í sendiráðsbústað Íslands.

Framtíðarheimili Obama-hjónanna er 760 fermetrar og var byggt árið 1928. Það eru hvorki meira né minna en átta baðherbergi og níu svefnherbergi í húsinu.

Barack og Michelle Obama verða ekki miklum vandræðum með að teygja úr sér í nýja húsinu sem er þó örlítið minna en íslenski sendiráðsbústaður Geirs.

Myndir af framtíðarheimili Obama-fjölskyldunnar má sjá hér fyrir neðan

Húsið að framan

Forstofan

inngangurinn

Stofan

stofa

Bakgarðurinn

gardurinn

Hjónasvítan

svefnherbergid

Eitt af fjölmörgum baðherbergjum

eitt-af-9-badherbergjum

Eldhúsið

eldhusir

Eldhúsið

burid

Kjallarinn

kjallarinn

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing