Slökkviliðsmenn í slökkviliðinu í Leicestershire náðu á dögunum ótrúlegu myndbandi af „eldhvirfilbyl“ við iðnaðarsvæði í Derbyshire á Englandi.
Á Facebook-síðu slökkviliðsins er sagt frá því að slökkviliðsmennirnir hafi verið að sinna slökkvistörfum við Occupation Lane, iðnaðarsvæði í Derbyshire, þegar „eldhvirfilbylurinn“ varð til. Hann myndast þegar kalt loft kemst í snertingu við heitt loft og til verður mikill snúningur, á svipaðan hátt og hvirfilbylur myndast.