Knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney er ekki dauður úr öllum æðum og það sannaðist í gærkvöldi þegar hann hjálpaði liði sínu, DC United, að tryggja sigur í dramatískum leik gegn Orlando City í nótt.
Rooney gekk til liðs við DC United, sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, eftir að hafa verið látinn fara frá Everton.
Hann hjálpaði liði sínu heldur betur að vinna leik gærkvöldsins á dramatískan hátt en í uppbótartíma var staðan 2-2 og DC-menn einum manni fleiri á vellinum.
Þeir fengu hornspyrnu og markmaður þeirra ákvað að koma með í sóknina. Hornspyrnan misheppnaðist og Orlando-menn hlupu á stað í skyndisókn og freistuðust til að skora sigurmarkið.
Rooney var ekki á því að láta þá skora og geystist upp völlin að sóknarmanni Orlando, tæklaði hann og vann boltann. Hann þrumaði boltanum inn í vítateig beint á kollinn á Acosta sem hafði skorað bæði mörk DC í leiknum. Acosta skallaði boltann í netið og fullkomnaði þar með þrennu sína ásamt því að tryggja DC sigur í leiknum.
Sjón er sögu ríkari og atvikið má sjá í myndbandinu hér
? @WayneRooney goes beast mode, @LuchoAcosta94 calls game. #DCU | #DCvORL pic.twitter.com/Pd05OPlWMA
— D.C. United (@dcunited) August 13, 2018