Auglýsing

Sjáðu sýnishorn úr kvikmynd eftir Brendan Walter sem tekin er upp á Íslandi

Kvikmyndin Spell fjallar um bandarískan myndskreytingarmann að nafni Benny sem kemur til Íslands skömmu eftir andlát unnustu sinnar. Benny glímir við andlega kvilla og segist meðal annars vera haldinn áráttu sem felst í þörf fyrir að sleikja hluti. Á Íslandi kynnist hann íslenskri stúlku, Ingu, sem hvetur hann til að ferðast um landið og kynnast íslenskri náttúru, sem hann svo gerir.

Á ferðalagi sínu um íslenska náttúru áttar Benny sig hins vegar á því að geðlyf hans eru að klárast, sem gerir það að verkum að hann hættir að geta greint á milli raunveruleikans og ímyndunar.

Leikstjóri myndarinnar er Brendan Walter, en Walter er hvað þekktastur fyrir gerð tónlistarmyndbanda. Hann hefur meðal annars unnið að tónlistarmyndböndum með hljómsveitum á borð við Green Day, Panic At the Disco og Weezer.

Fjöldi íslenskra leikara kemur fram í myndinni en þeirra á meðal eru Birna Rún Eiríksdóttir, sem fer með hlutverk Ingu, og Magnús Jónsson (Steindór). Gunnar Kristinsson, Bryndís Haralds og Andri Freyr Sigurpálsson eru einnig á meðal íslendinga sem fram koma.

Spell verður sýnd í kvikmyndahúsum í Los Angeles í haust og eftir það verður hún aðgengileg á streymisveitum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing