Auglýsing

Sjáðu sýnishorn úr nýrri íslenskri kvikmynd sem er byggð á Líkfundarmálinu

Kvikmyndin Undir Halastjörnu verður frumsýnd tólfta október næstkomandi en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. Sjáðu sýnishorn úr myndinni hér að neðan.

Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar er Ari Alexander Ergis Magnússon. Aðrir framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson og Kristinn Þórðarson og Leifur Dagfinnsson hjá Truenorth.

Ari segir að hugmyndin af myndinni hafi kviknað út frá atburðunum sem gerðust í Litháen og á Íslandi árið 2004 þegar kafari fann lík við höfnina á Neskaupstað þegar hann var að kanna skemmdir á bryggjumannvirkjum.

Sjá einnig:Rosaleg stikla fyrir nýjustu kvikmynd Baldvin Z

Við rannsókn lögreglu kom í ljós að líkið var af 26 ára gömlum Litháa. „Böndin bárust fljótt að smákrimmanum Bóbó sem var nýkominn til bæjarins frá Reykjavík og tveimur öðrum sem komið höfðu að heimsækja hann. Annar þeirra var Jóhann en hinn Igor, vinur Mihkels frá Litháen sem hafði búið nokkur ár á Íslandi og unnið fyrir Jóhann. Í myndinni er Litháen skipt út fyrir Eistland til að hlífa fólki sem tengist sögunni,” segir Ari.

Með aðalhlutverk í myndinni fara Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn Sigurðsson og Tómas Lemarquis.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing