Í fyrradag dansaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, með kvennalandsliðinu í fótbolta eftir 4:0 sigur þeirra á Slóveníu. Í gær faðmaði hann svo körfuboltamanninn Kristófer Acox innilega þegar hann gekk á röðina og heilsaði karlalandsliði Íslands í körfubolta fyrir leik þeirra við Belga í gær. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.
Sjá einnig: Sjáðu þegar Guðni Th. tók lagið Slor og skítur með landsliðskonunum
Guðni gerði þau mistök þegar Ísland mætti Sviss í ágúst að heilsa öllum í liðinu á íslensku nema Kristófer sem fékk kveðju á ensku. Guðni baðst í kjölfarið afsökunar á mistökunum og síðan föðmuðust þeir í gær. Virðast þeir vera hinir mestu mátar.
„Eitthvað gott, þetta var allt í góðu. Þetta er toppmaður. Shout-out á Guðna,“ sagði Kristófer í samtali við Vísi, spurður hvað fór þeirra á milli.