Auglýsing

Sjáðu þegar Guðni Th. tók lagið Slor og skítur með landsliðskonunum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fór með glæsilegan sigur í leik liðsins við Slóveníu á Laugardalsvelli í gær, 4:0. Leikið var í undankeppni fyrir EM en stelpurnar eru þegar búnar að tryggja sér sæti á mótinu.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var á vellinum í gær og fagnaði vel með stúlkunum. Hann gekk á röðina, heilsaði liðinu og var síðan dreginn með í fagnaðarlætin. Sjáðu myndbandið hér fyrir ofan.

Stúlkurnar söngu lagið  Slor og skítur eftir Guðmund Rúnar Leifsson og reyndi forsetinn að taka undir. Hann dansaði síðan með þeim í lokin.

Hér má sjá textann sem hópurinn söng í gær:

Höldum strax í slor og skít (Uh-úú, úú)
Til Vestmannaeyja í svaka frí (Uh-úú, úú)
Þar má monní meika já (Uh-úú, úú)
Þar má líka sofa hjá (Uh-úú, úú)

Durí dara dúrí dara dúrí dei
Durí dara dúrí dara dúrí dei
Durí dara dúrí dara dúrí dei
Við erum hjá þér, Heimaey.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing