Sjálfstæðisflokkurinn mælist með rúmlega 30% fylgi í könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Fylgi Framsóknar mælist 11,7% og fylgi ríkisstjórnarinnar mælist því rétt rúmlega 42%.
Aðrir flokkar eru á svipuðu róli og í undanförnum könnunum en Samfylkingin virðist vera að sækja í sig veðrið og mælist með 20% fylgi.