„Það sem er skemmtilegast við að gera svona köku er að sjá andlitið á krökkunum,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í nýju kosningamyndbandi sem Sjálfstæðisflokkurinn birti á Facebook í dag.
Bjarni hefur síðustu ár skreytt afmæliskökur sem hafa vakið nokkra athygli. „Einhverjir voru að efast um að hann gerði þetta í raun sjálfur, en sjón er sögu ríkari,“ segir á Facebook-síðu flokksins.
Í myndskeiðinu segist hann vera nokkuð lunkinn í höndunum og að það sé mikill kærleikur í svona köku.