Kári Stefánsson leyfði Íslandi í dag að fylgja sér í gegnum dag í lífi sínu á dögunum og afraksturinn var birtur á Stöð 2 í gærkvöldi. Gullmolarnir hrundu af vörum Kára og þáttinn í heild sinni má finna hér.
Sjá einnig: Kári Stefánsson um Vilhjálm Árnason
Þegar Kára var fylgt í ræktina komumst við að því að hann er harðasti maður landsins. Kári er á sjötugsaldri og mætir fimm sinnum í viku í ræktina. Hann er þekktur fyrir að vera gríðarlega harður í horn að taka í körfubolta og það er ljóst að hann lætur lóðin líka finna fyrir því.
1. Mættur í ræktina og tekur strax stærsta handlóð sem við höfum séð.
2. Ókei. Hann notar þetta til að þjálfa serratus anterior.
3. Lyfta allir vísindamenn í Kobe Bryant-bolum?
4. Þetta er það harðasta sem við höfum séð
5. Þvílík átök. Enginn vöðvahópur sleppur undan Kára.
6. Þetta er í gangi. Munum að Kári er á sjötugsaldri.