Nú þegar sumrinu er að ljúka er við hæfi að horfa um öxl og skoða hvað þjóðin tók sér fyrir hendur þetta sumarið. Íslendingar eru hjarðdýr og voru meira eða minna að gera það sama.
Nútíminn tók saman hvað einkenndi sumarið 2017.
Sumarið 2017 er sumarið þar sem allir áskrifendur Netflix urðu vegan
Heimildarmyndin What the Health kom út á Netflix. Í henni kemur fram að ef þú borðar dýraafurðir áttu í mestalagi ár eftir ólifað. Mikið vegan æði tók við en flestir gáfust upp innan viku.
Sumarið þar sem allir ungir piltar urðu rapparar og gáfu út lag
*Íslenskir 17 ára strákar í dag*
OKEI NÝJA RAPPLAGIÐ MITT, BELTI OG BLING ER KOMIÐ Á SPOTIFY?
MORE COMING UP SOON ?
CHECK THAT SHIT OUT???— Salka Rán (@SalkaRn) August 10, 2017
Rappæðið virðist engan endi ætla að taka en á Íslandi er einn rappari á hverja 14 íbúa — sem er heimsmet.
Sumarið þar sem það hætti að vera töff að reykja og allir byrjuðu að veipa
Sumarið 2017 er sumarið sem Íslendingar fóru að veipa eins og þeir fengu greitt fyrir það. Það er eins og það sé kviknað í öðrum hverjum bíl þegar mökkurinn stígur út um glugga bílstjórans.
Sumarið þar sem allar ungar stúlkur skráðu sig til leiks í fegurðarsamkeppni
Fegurðarsamkeppnir komu aftur í tísku og í haust verða haldnar tvær stórar keppnir…
Sumarið þar sem allir Íslendingar sáu túrista kúka
Landið fylltist af túristum og við gleymdum að gera ráð fyrir því að ferðamenn kúka eins og annað fólk. Afleiðingarnar urðu þær að við sáum flest öll ferðamenn gera þarfir sínar á víðavangi.
Sumarið þar sem allir miðaldra karlmenn keyptu sér reiðhjól á hálfa milljón
Ef þú hjólaðir ekki 800 km á dag í allt sumar og settir mynd af því á samfélagsmiðla þá ertu ekki töff, því miður.
Sumarið þar sem allir Íslendingar, nema Gísli Marteinn, biðu í röð í Costco
Costco kom til Íslands, við sýndum frá því í beinni útsendingu og stóðum svo í röð. Það er enn röð …