Heiðarleiki er dygð sem allir vilja hafa í sínu fari en í því felst ákveðið öryggi. Heiðarlegar vörur eru vörur sem klikka ekki og færa þér nákvæmlega það sem þú sækist eftir. Ekkert meira og ekkert minna. Nútíminn lagðist í rannsóknarvinnu og komst að því að þetta eru sjö heiðarlegustu hlutir sem þú finnur hér á landi.
1. Haustkex
Þetta er kexið sem þú finnur á kaffistofum allra verkstæða á Íslandi. Það er ávísun á heiðarleika.
2. Subaru Forester
Vissulega forljótur bíll en heiðarlegur er hann.
3. KS Varmahlíð
Í KS Varmahlið getur þú keypt allt frá frosnum pizzum niður í skeifur undir hross, heiðarlegt.
4. Vilko Kakósúpa
Vilko Kakósúpa með muldum tvíbökum öskrar hreinlega á heiðarleika.
5. Gallabuxnabúðin
Þarna er ekkert verið að fara í kringum hlutina, Gallabuxnabúðin selur gallabuxur.
6. Kjúklingastaðurinn Suðurveri
Það vita það allir sem komið hafa á Kjúklingastaðinn í Suðurveri að þar er á ferðinni heiðarlegasti skyndibitastaður landsins.
7. Víking Lager
Þú veist hvað þú fær þegar þú skolar niður einum Víking Lager.