Gerviaðgangurinn Ungfrú Ísland á Twitter hefur slegið rækilega í gegn eftir að hann fór í loftið í síðustu viku. Þegar fyrsta tístið birtist töldu margir að um raunverulegan Twitter-aðgang keppninnar væri að ræða.
Ein af Prinsessunum okkar féll á lyfjaprófi. Álag og væntingar geta fara með okkur á myrka staði. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
— Ungfrú Ísland (@ungfruisland) August 10, 2016
Svo er hins vegar ekki. Fanney Ingvarsdóttir,framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, sagði í samtali við Nútímann í síðustu viku að Ungfrú Ísland sé ekki á Twitter. „Ég veit ekkert hver þetta er,“ sagði hún.
Fylgjendur keppninnar á Snapchat voru svo hvattir til að tilkynna aðganginn í von um að hann yrði tekinn niður. Það hefur ekki borið árangur og gerviaðgangurinn hefur sópað að sér þúsundum fylgjenda og hundruð læka á hvert tíst.
Hér má svo dæmi um nokkur tíst — þau eru bæði fyndin og skelfileg!
Allt á suðupunkti hjá okkur í dag eftir að Donna barði Agnesi út úr þægindarammanum. Góðgerðarfyllerí á Paddy's í kvöld gerir okkur gott.
— Ungfrú Ísland (@ungfruisland) August 11, 2016
Bogi Ágústsson er afar vinsæll þessa dagana
Eina stundina vil ég mann, börn og reglulegar hægðir og þá næstu vil ég taka Amaretto skot úr naflanum á Boga Ágústs. Engin millivegur.
— Ungfrú Ísland (@ungfruisland) August 15, 2016
Og gallarnir í Áttunni hafa líka verið teknir fyrir
Okkur stelpunum var boðið að kíkja á nýja sketsa hjá Áttunni í kvöld en ákváðum á ögurstundu að drekka frekar stíflueyði.
— Ungfrú Ísland (@ungfruisland) August 16, 2016
Að vakna í fatahenginu á Krua Thai er alltaf ákveðinn skellur.
— Ungfrú Ísland (@ungfruisland) August 14, 2016
Óvíst er hver á er á bakvið aðganginn
Á skalanum einn uppí Birgittu Haukdal hversu mikið vesen er að græja gervimjöðm? Tek aldrei aftur víkingaklappið í miðjum standandi 69.
— Ungfrú Ísland (@ungfruisland) August 17, 2016
En þetta tíst hérna er eflaust það vinsælasta
Ákveðið hefur verið að fella niður hæfileikakeppnina þar sem 18 af 24 keppendum voru með sama atriðið, 10 gajol skot á 30 sek. Smart stelpur
— Ungfrú Ísland (@ungfruisland) August 12, 2016