Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið slæmt í sumar. Margar fréttir hafa verið sagðar af sögulega köldum og blautum sumarmánuðum en frá því 1. maí á þessu ári hafa einungis komið sjö dagar þar sem engin úrkoma mælist í Reykjavík. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir við RÚV að þetta sumar sé nú þegar komið í hóp þeirra blautustu. Hann segir að meira að segja á sólríkasta degi sumarsins það sem af er. 20. júní, hafi ekki einu sinni haldist þurrt.
„Það var sólríkasti dagur ársins en hann náði að kreista smá úrkomu rétt eftir miðnætti þann nítjánda og þetta er kannski lýsandi fyrir sumarið, besti dagurinn telst í rauninni sem rigningardagur,“ segir Óli Þór við RÚV.
Margir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa gefist upp á veðrinu en nóg hefur verið að gera hjá sólbaðsstofum og ferðaskrifstofum í sumar.
Á Twitter hefur fólk verið duglegt við að láta skoðun sína á veðrinu í ljós
veðurfræðingurinn í sjónvarpinu segir að næsta lægð komi á föstudaginn afsakið það er búin að vera lægð siðan í apríl þarf engan veðurfræðing til að segja mér annað
— Heiður Anna (@heiduranna) July 9, 2018
https://twitter.com/tommitogvagn/status/1014920980194562049
Sumardrykkurinn í ár (2018) er heitt súkkulaði með smá rjóma.
— Grétar Þór (@gretarsigurds) July 2, 2018