Skipverji á frystitogaranum Sigurbjörgu ÓF hefur verið ákærður fyrir líkamsárás, eftir að hafa slegið annan skipverja með þeim afleiðingum að hann brotnaði illa í andliti. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu í morgun.
Atvikið átti sér stað í stakkageymslu togarans þegar skipið var í túr á síðasta ári.
Brotaþoli sem starfaði sem kokkur um borð skaðaðist einnig á augntóft og þurfti í framhaldinu að gangast undir aðgerð.