Auglýsing

Sjónvarpið verður dautt árið 2030

Fyrirtækið Nielsen, sem mælir sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum, hyggst taka Netflix inn í mælingar sínar í desember. Reed Hastings, forstjóri Netflix, gæti eiginlega ekki verið meira sama.

Einhverjir myndu líta svo á að Nielsen sé að taka mikilvægt skref á tímum þar sem streymisþjónustur á borð við Netflix njóta vaxandi vinsælda. Hastings segir þetta lítið skref fyrir þau sem eru tilbúin að taka á móti árinu 2015.

„Þetta er svolítið eins og hesturinn, skilurðu? Hesturinn var góður þangað til við fengum bílinn,“ sagði Hastings í viðtali við Hollywood Reporter. „Sjónvarpsútsendingar eins og við þekkjum þær í dag eru ekki að fara að lifa lengur en til 2030.“

Mælingar Nielsen fara þannig fram að sérstakur búnaður nemur hljóð frá sjónvarpi. Samkvæmt vefnum Betabeat nemur búnaðurinn ekki hljóð frá tölvum og símum.

Á Betabeat er bent á að einhverjir myndu segja að spá Hastings sé ansi djörf. Þeim er bent á að sjónvarpsáhorf féll um 50% á tíu ára tímabili, frá 2002 til 2012 — það var áður en byltingin í streyminu náði almennilegu flugi.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing