Auglýsing

Sjónvarpskonur gerast almannatenglar

Hugrún Halldórsdóttir og Hödd Vilhjálmsdóttir hafa stofnað almannatengslafyrirtækið KVIS. Þær hafa báðar starfað við fjölmiðla undanfarin ár og voru síðast í Íslandi í dag á Stöð 2.

„Eftir um þriggja ára farsælt samstarf á Stöð 2 langaði okkur að gera eitthvað saman og veltum fyrir okkur hvar menntun okkar, reynsla og kraftar gætu nýst,“ segir Hugrún spurð hvernig það kom til að þær ákváðu að fara út í rekstur saman.

Við þrífumst báðar best þegar við eigum sem mest samskipti við fólk og eigum auðvelt með að tjá okkur bæði í ræðu og riti.

Og Hugrún er bjartsýn á að þeim takist að koma sér fyrir á markaðnum.

„Það er mikið af flottum fyrirtækjum í almannatengslabransanum en við trúum við að það sé pláss fyrir ungar konur,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing