Auglýsing

Sjötug kona á Akranesi úrskurðað í gæsluvarðhald grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn

Sjötug kona sem búsett er á Akranesi er grunuð um tilraun til manndráps með því að stinga tengdason sinn með hnífi. Atvikið átti sér stað þann  10. nóvember síðastliðinn en konan var handtekin á staðnum.

Héraðsdómur Vesturlands hefur úrskurðað konuna í gæsluvarðhald til föstudagsins 14. desember.  Í úrskurðinum kemur fram að sambýliskona fórnarlambsins hafi verið stödd erlendis þegar árásin átti sér stað.  og átti konan að passa barnabarn sitt. Þá er konan sögð hafa verið mjög ölvuð þegar atvikið átti sér stað.

Í úrskurðinum sem lesa má í heild sinni hér kemur einnig fram að konan hafi reynt að hindra að maðurinn kæmist á brott með því að stinga á hjólbarða. Þá er hún grunuð um að hafa reynt að hreinsa vettvanginn af sönnunargögnum. 

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús eftir árásina þar sem gert var að sárum hans. Hann reyndist ekki vera í lífshættu, þrátt fyrir að hnífurinn hafi stungist allt að 20 sentímetra inn í brjóstkassa hans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing