Auglýsing

Skammaði vin sinn fyrir að kalla eiginkonuna appelsínuönd, fáránlega fyndinn misskilningur

Tíst Indíru Jónsdóttur, þar sem hún deilir tveimur myndum af Facebook-vegg pabba síns, hefur vakið mikla athygli á Twitter. Þar er að finna gríðarlega fyndinn misskilning sem hefur vakið mikla lukku en tæplega þúsund manns hafa lækað tístið á Twitter.

Reynið að hlæja ekki

Jónas Bjarnason, pabbi Indíru, fór nýlega út að borða með eiginkonu sinni og móður Indíru, Ellen Guðmundsdóttur. Hann deildi mynd af henni á Facebook þar sem hún sést sitja brosandi við borð á veitingastaðnum. Með myndinni fylgdi þessi texti: Sátt með appelsínuöndina.

Þetta var vinur Jónasar síður en svo ánægður með. Hann taldi að þarna hefði Jónas verið að kalla konuna appelsínuönd og ákvað að skrifa athugasemd og skamma: „Að þú skulir tala svona um konuna þína.“

Jónas var ekki lengi að bregðast við og svara fyrir sig. Benti hann á að konan hafi verið ánægð með appelsínuöndina sem hún pantaði sér þetta kvöld.

Úps!

Indíra segir í samtali við Nútímann að foreldrar hennar hafi hlegið mikið af þessu og þótt misskilningurinn mjög skemmtilegur.

Það finnst okkur líka!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing