Auglýsing

Skemmdarverk unnin á stjörnu Donald Trump – Vitni tóku atvikið upp á myndband

Í gærkvöldi voru unnar stórskemmdir á stjörnu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Hollywood Boulevard í Los Angeles. Stjarnan var hluti af vinsælum ferðamannastað sem kallast The Walk of Fame en þar hafa rúmlega 2600 gangstéttarhellur verið lagðar til þess að minnast frægra einstaklinga úr skemmtanabransanum í Hollywood.

Skemmdarvargurinn mætti á svæðið með gítartösku og tók upp úr henni stærðarinnar haka áður en hann byrjaði að ráðast á stjörnu Trump. Hann mölvaði stjörnuna en öryggisverðir á staðnum voru óvopnaðir og lögðu því ekki í það að stöðva mann sem var á fullu með stærðarinnar haka.

Hann gaf sig síðar fram við lögreglu og verður líklega ákærður fyrir gróf eignaspjöll en það telst vera alvarlegur glæpur. Fjölmörg vitni urðu að atvikinu og tóku það upp.

Afþreyingar- og fréttavefurinn TMZ birti í dag myndband af atvikinu

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing