Nýr búningur íslenska landsliðsins í fótbolta var kynntur í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Þetta er búningurinn sem íslenska karlalandsliðið klæðist á HM í Rússlandi í sumar þannig að spennan var mikil.
Sjá einnig: Svona lítur nýi landsliðsbúningurinn út: „Ég er viss um að þessi búningur mun hreyfa við okkur“
Skiptar skoðanir eru um búninginn eins og má sjá á Twitter. Nútíminn tók saman nokkur ummæli.
Byrjum á þeim jákvæðu
Flottur búningur??. #fyririsland
— gulligull1 (@GGunnleifsson) March 15, 2018
Er nú bara hrikalega ánægður með nýja íslenska landsliðsbuninginn. Vel gert KSÍ 🙂 #fotboltinet
— ENSKI (@einisanniENSKI) March 15, 2018
Hvíta treyjan er rosalega hugguleg #fotboltinet pic.twitter.com/oE6PSaroxb
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) March 15, 2018
https://twitter.com/oskarhelgi/status/974313125414662144
Við verðum að elska hann, sama hvað
Íslenski landsliðsbúningurinn er samt alltaf eins og barnið manns. Verður að eiga það ― og jafnvel elska það ― hvernig svo sem það lítur út.
— Sóli Hólm (@SoliHolm) March 15, 2018
Það eru ekki allir sáttir
ég hefði persónulega verið til í að sjá þessi ógeðslega nettu logo ennþá stærri pic.twitter.com/i9bqtdBHkQ
— Olé! (@olitje) March 15, 2018
Íslenski landsliðsbúningurinn….þetta hlýtur að vera sami hönnuður og sá um breytingarnar á Hofsvallagötunni um árið
— Thorsteinn J. (@Thorsteinnj) March 15, 2018
Við þjóðin biðum í ofvæni eftir….. ævintýralega venjulegri treyju. Gat ekki farið í jólapakkann og bjóst maður því við einhverri flugeldasýningu sem hefði tekið gríðarlegan tíma í undirbúningi. Fáum svo íhaldssemina holdi klædda #Vonbrigðin #FotboltiNet pic.twitter.com/ufaZr6ApjQ
— Maggi Peran (@maggiperan) March 15, 2018
ég vildi svo mikið við værum með Nike búninga pic.twitter.com/0Gri1oAehZ
— Katrín Atladóttir (@katrinat) March 15, 2018
Og sumir veltu allt öðrum hlutum fyrir sér
Hefði þegið aðeins víðara snið en jæja nægur tími í mót #fyririsland
— Ágúst Þór Ágústsson (@grassi20) March 15, 2018